Ýmis verkefni bíða mín og ætli sé ekki best að reyna að koma einhverju í verk áður en ég fer að vinna klukkan tvö. Ciao.
föstudagur, 17. apríl 2009
Nú hefði amma Pálína viljað sitja úti á tröppum gæti ég ímyndað mér
Það er svo yndislegt veður í dag, sól og blíða. Þegar ég kom heim úr sundinu um níuleytið skein morgunsólin á framhlið hússins og uppi á tröppunum var alveg yndislegt að stoppa aðeins og snúa andlitinu í sólina. Þá rifjaðist það upp fyrir mér að amma átti það til að fara út í svona veðri og sitja í sólinni í svolitla stund. Hún bjó sem sagt heima hjá okkur þegar ég var krakki (í sama húsinu og ég bý í núna) og var með herbergi inn af forstofunni. Hún náði þeim áfanga að verða 100 ára í desember 1984 en dó svo í febrúar 1985. Og nú væri gaman að geta skannað inn mynd sem tekin var af ömmu með Hrefnu mína liggjandi í rúminu við hliðina á sér þegar Hrefna var nokkurra mánaða gömul. Amma hafði svo gaman af því að hafa litla krílið hjá sér.
Ýmis verkefni bíða mín og ætli sé ekki best að reyna að koma einhverju í verk áður en ég fer að vinna klukkan tvö. Ciao.
Ýmis verkefni bíða mín og ætli sé ekki best að reyna að koma einhverju í verk áður en ég fer að vinna klukkan tvö. Ciao.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli