miðvikudagur, 8. apríl 2009

Líklega er það ekki góð hugmynd að blogga núna

því ég er eitthvað svo andlaus í augnablikinu. Ein ástæða fyrir því er tannverkur eða seyðingur sem ég er hrædd um að muni verða að einhverju verra. Það brotnaði nefnilega tannveggur utan af jaxli með fyllingu í fyrradag. Ég fór til tannlæknis í gær og ætlaði bara að láta hann pússa aðeins af fyllingunni því hún var með svo beittum brúnum að hún meiddi tunguna. En hann fór þá að krukka aðeins meira í þetta og vildi endilega setja hvíta fyllingu utan á tönnina, í staðinn fyrir tannvegginn. Og á meðan hann var að því þá fékk ég þvílíka stuðið í rótina og kipptist til í stólnum. En svo var allt í lagi í gær en í dag finnst mér ég vera með smá þungan seyðing í þessu, ekki vondan verk, ekki hjartslátt í þessu, bara svona einhverja tilfinningu sem á ekki að vera þarna. Mér finnst samt hálf asnalegt að hringja og ónáða tannlækninn ef þetta er bara eðilegt. En ætli það endi ekki með því að ég hringi til að spyrja hvort þetta sé eðlilegt...

Svo er ég líka hálf lúin í dag þrátt fyrir að hafa sofið til hálf níu og farið í sund. Ég fór reyndar í höfuðbeina- og spjaldhryggjarjöfnun í gær og maður getur víst verið svolítið eftir sig eftir það. Eins var mikið að gera í vinnunni í gær, ég var að taka upp vörur og á sama tíma var töluvert að gera í afgreiðslu, sem er náttúrulega mjög jákvætt :-) Alltaf skemmtilegast í vinnunni þegar er nóg að gera.

Engin ummæli: