mánudagur, 27. apríl 2009

Allt með kyrrum kjörum

Já héðan er bara allt gott að frétta - eins og einhver sagði þá eru engar fréttir góðar fréttir. Á föstudaginn hittumst við þrjár vinkonur á kaffihúsi og það var rosa fínt. Helgin leið svo í rólegheitum, ég var að vinna á laugardeginum og svo fór sunnudagurinn (eða partur af honum) í að lesa yfir ritgerð fyrir Hrefnu. Hún er að klára þriðja árið í læknisfræðinni í Köben og þá þarf að skrifa B.Sc. ritgerð. Valur sá um yfirlestur með tilliti til fræðilegs innihalds og ég sá um að lesa yfir enskuna. Fann samt hvað ég er orðin svakalega ryðguð í svona vinnu og það tók mig nú klukkutíma eða tvo hreinlega að komast í gang. Enda eru víst komin þrjú ár síðan ég var síðast að leiðbeina nemendum með lokaverkefni í HA.
Nú styttist enn í Danmerkurferðina, ég fer suður á fimmtudaginn og svo fljúgum við mamma út á föstudagsmorgunn. Ég stefni að því að (reyna) að setja persónulegt met í að pakka sem minnstum farangri og er mjög spennt að sjá hvernig það gengur. Dett alltaf í að hugsa að ég þurfi nú örugglega að taka þetta og hitt - já og svo þurfi ég að hafa x mikið af fötum til vara, svona ef ég skyldi nú hella niður á mig eða eitthvað. Skil ekki hvernig ég fór eiginlega að því í skátunum hérna í den að pakka bara í einn bakpoka og láta það duga ... ;-)

Engin ummæli: