Ljóð
Slökun

Fyrst í stað heyri ég ekki umhverfishljóðin
fyrir hávaða eigin hugsana.

En síðan laumar taktfastur sláttur veggklukkunnar
sér inn í vitund mína.

Ómur fjarlægra radda, vindgnauð í glugga.
Fuglar að syngja og flugvél á leið inn til lendingar.

Skyndilega verður það svo augljóst,
að ég er aðeins agnarlítill hluti af risagangverki alheimsins
og hugsanir mínar einungis bakgrunnshljóð.

(maí 2012)


--------------------------------------------------------------


Prisoner of own thoughts


Is it really safe
to step out of my cage?
A cage created by false beliefs
and filled with fear.


Although I want to be free
this has always been the place to be.
But deep in my heart I understand
that out there is a whole new space.


So I face my fears
and take the leap.


Still a little afraid
but with freedom in sight,
I embrace the safe new me.


(janúar 2005)

--------------------------------------------------------------Vonir og þrár


Ég á mér þann draum
að geta skrifað.


En raunveruleikinn er sá
að orðin sem koma á pappírinn


- eru ekki orðin sem ég vildi sagt hafa.


(febrúar 1999)--------------------------------------------------------------KvöldhúmHún opnaði útidyrahurðina, tók tvö skref 
og skellti ruslapokanum ofan í viðeigandi tunnu. 
Leit snöggt í kringum sig, 
úti var farið að skyggja. 


Henni fannst skyndilega sem hún væri aðeins á lífi
 í þeim skilningi að hún andaði og hjartað slægi 
- en ekki meira en það.


Eins og hún stæði utan við lífið
 sem hún þó er þátttakandi í. 
Eins og hún upplifði hlutina ekki í raun,
heldur bara skugga af þeim. 


Eins og hana væri að dreyma 
- þokukenndan draum. 


Og hún veltir því fyrir sér hvort þokunni muni einhvern tímann létta.


(febrúar 1999)
--------------------------------------------------------------Brostið hjarta


Ástin er eins og fiðrildi
sem flýgur gagnsæjum vængjum
 í átt til sólar,
er harðar hendur slíta þá af.


Hvorki plástur né lím
geta bætt skaðann.


(janúar 1999)Engin ummæli: