föstudagur, 10. apríl 2009

Hlutir sem pirra mig

- Kattarhár úti um allt.
- Pirraðir kettir sem fara örugglega bráðum að pissa alls staðar og merkja húsið.
- Óhreina eldhúsinnréttingin.
- Óhreini eldhúsglugginn.
- Óhreini ísskápurinn.
- Gólflistarnir og gereftin sem hafa ekki verið máluð í 10 ár.
- Hjónaherbergið sem þarf að velja lit á svo hægt sé að mála það.
- Húsið sem þarf að velja lit á svo hægt sé að mála það í sumar.
- Skrifborðið mitt sem er útatað í kattarhárum.
- Brúna hillan inni í Ísaks herbergi sem þarf að tæma og taka burt svo hægt sé að koma skrifborði fyrir þar inni.
- Óhreini þvotturinn sem bíður í óhreinatauskörfunni.
- Myndirnar sem ég tók við Leirhnjúk í gær.

Hm, ég held barasta að þetta sé þá upptalið. Þetta varð nú eiginlega ekki eins löng upptalning og ég hafði fyrirfram talið.

Engin ummæli: