P.S. Í gær fórum við Valur út á Gáseyri að taka myndir. Af 139 myndum heppnuðust kannski 3 og þar af var ein langbest. En hún nýtur sín langbest á svörtum bakgrunni, eins og sjá má með því að smella hér.
sunnudagur, 5. apríl 2009
Afslöppun
Já það hefur verið hálfgerð afslöppun hjá mér það sem af er degi. Við Valur vöknuðum reyndar "eldsnemma" og meira að segja ég var komin á fætur uppúr átta. Svo tóku nú við smá pælingar varðandi það í hvað skyldi eyða deginum, eða hvað ætti að vera fyrst á dagskrá, og þá datt mínum manni í hug að ganga uppá Hlíðarfjall í góða veðrinu. Og eins og hans er von og vísa þá var ekki látið sitja við orðin tóm heldur dreif hann sig af stað með nesti, myndavél og gönguskíði. Ég aftur á móti vissi ekki alveg hvað ég ætti af mér að gera. Datt í hug að fara á skíði en var ekki alveg að nenna því enda stíf og stirð í skrokknum. Þegar Ísak vaknaði svo loks rúmlega tíu bauð ég honum að koma í fjallið en hann nennti því ekki. Þá bauð ég honum að koma í sund og því nennti hann. Ákvað að bjóða vinum sínum með sér og gerði það. Það tók þá reyndar tímann sinn að taka sig til en á meðan sinnti ég hefðbundnum húsmóðurstörfum. Í sundinu var aragrúi fólks og barna og allir voða kátir enda lét sólin meira að segja sjá sig. Nú er ég búin að fá mér te og brauð en næst á dagskrá er að fara út að ganga með vinkonu og hundi :)
P.S. Í gær fórum við Valur út á Gáseyri að taka myndir. Af 139 myndum heppnuðust kannski 3 og þar af var ein langbest. En hún nýtur sín langbest á svörtum bakgrunni, eins og sjá má með því að smella hér.
P.S. Í gær fórum við Valur út á Gáseyri að taka myndir. Af 139 myndum heppnuðust kannski 3 og þar af var ein langbest. En hún nýtur sín langbest á svörtum bakgrunni, eins og sjá má með því að smella hér.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli