sunnudagur, 20. maí 2012

Vöfflur ÁN eggja, mjólkur og glúteins158 gr. möndlumjöl (ég set möndlur í blandarann og bý til mjöl)
1/2 bolli kartöflumjöl
2 tsk. vínsteinslyftiduft
1/2 msk. sjávarsalt (má nota aðeins minna)
2 msk. sykur

1/4 bolli eplamauk
2 msk. olía
1/2 -13/4 bolli vökvi (t.d. rísmjólk, kókosmjólk, vatn)

Blandið þurrefnunum saman.
Hrærið saman eplamauk, olíu og vökva og blandið saman við þurrefnin.
Best er að byrja með 1/2 bolla af vökva, og sjá hvort það er nóg. Ef ekki, þá bæta smátt og smátt við meiru þar til hræran er passlega þykk.

Pensla vöfflujárnið vel með olíu fyrir hverja vöfflu sem steikt er. Steikingartími er örlítið lengri en venjulega (m.v. vöfflur með hveiti og eggjum). Passa að vafflan sé nógu steikt áður en reynt er að losa hana úr vöfflujárninu.

Ofaná: Kókosmjólk frá Santa Maria sett í kæli. Þegar dósin er opnuð er þykka lagið efst skilið frá vökvanum, sett í skál og þeytt með smá vanilludufti.

P.S. Svona kókosmjólk. Aðrar eru betur blandaðar, og ekki hægt að þeyta.


P.P.S. Ég gleymdi að láta þess getið hvaðan þessi uppskrift er komin. En upphaflegu uppskriftina er að finna hér

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fínar vöfflur, sjálfsagt tvöfalt lengri á járnið þitt!
HH

Guðný Pálína sagði...

Það er ekki oft sem Halur skilur eftir skilaboð ;) En já það þarf sem sagt að baka vöfflurnar í töluvert lengri tíma en hefðbundnar vöfflur :)

ella sagði...

Langar vöfflur - stuttar vöfflur, Þetta eru örugglega góðar vöfflur.

frugalin sagði...

Spennandi vöffluuppskrift hjá þér og fallegar ljósmyndirnar þínar.

Guðný Pálína sagði...

Takk Jóhanna fyrir hrósið :)