miðvikudagur, 19. janúar 2005

Strákarnir

hafa verið í fríi frá skólanum síðustu þrjá daga (að deginum í dag meðtöldum). Það setur rútínuna hjá mér úr skorðum því ég kann ekki við að fara í leikfimi áður en Ísak er vaknaður á morgnana - og ekki kann ég heldur við að vekja krakkann kl. 8 svo ég komist í leikfimi. En það er ótrúlegur lúxus að komast í leikfimi þrjá morgna í viku og virkilega fínt að byrja daginn á því að koma blóðrásinni á hreyfingu. Þetta er m.a. einn af kostunum við að vera sjálfs sín herra. Núna byrja ég reyndar að kenna kl.8 á föstudagsmorgnum, þannig að leikfimis-kerfið ruglast hjá mér.

Hitti í dag stelpu (konu) sem var með mér á námskeiðinu um daginn. Ég hef líka verið í símasambandi við eina aðra og fengið tölvupóst frá þeirri þriðju. Það er alltaf gaman að kynnast nýju fólki og um að gera að reyna að halda sambandi við þá sem manni finnst gott og gaman að tala við.

Nóg komið af spjalli í bili, þarf að fara að gera eitthvað af viti...

Engin ummæli: