föstudagur, 14. janúar 2005

Fyrsti

kennslutíminn í dag og gekk líka svona ljómandi vel. Það er alltaf spennandi að sjá hópinn, strákarnir raða sér allir aftast, í miðjunni eru nokkrir strákar en aðallega stelpur og fremst sitja þrjár "þroskaðar" konur (á aldur við mig eða örlítið eldri). Þetta er mjög líkt sætaskipaninni sem var þegar ég var sjálf í skólanum. Þá var ég þroskuð kona á fremsta bekk...

Í dag var ég að kenna kafla sem Hafdís var með í fyrra þannig að ég gat ekki notfært mér mitt eigið efni frá í fyrra. Það er alveg ótrúlega tímafrekt að undirbúa sig, sérstaklega fyrir svona manneskjur eins og mig sem vil hafa allt svo pottþétt. Það er þó kostur við að hætta með fyrirtækið, þá get ég undirbúið mig á dagvinnutíma en ekki alltaf á kvöldin (og fram á nótt eins og kom fyrir í fyrra).

Annars var dagurinn í dag frekar erilsamur, kennsla, símhringingar (enn að reyna að fá fólk til að skila gögnum sem það lofaði síðasta sumar), greiðsla reikninga (ótrúlegur munur síðan netbankinn kom til sögunnar), fara í Hagkaup, keyra Andra upp í fjall, sækja mömmu og Ásgrím á Umferðarstöðina, gefa þeim kaffi, sækja Val í vinnuna, versla í matinn, skreppa í örstutta stund í konuklúbb (Andri hringdi þegar ég var nýsest), sækja Andra upp í fjall, borða, setja í þvottavél... blogga. Já, þetta er indælt stríð :-)

Engin ummæli: