föstudagur, 28. janúar 2005

Rok og rigning

úti núna. Regnið lemur gluggann og gott að geta verið inni í hlýjunni. Ég fór í minn venjulega föstudagsklúbb í dag. Við vorum fjórar af átta sem mættum, allar hinar e-s staðar á ferð og flugi. Ein á Flórída, önnur á leið til Reykjavíkur, sú þriðja að vinna en hvar sú fjórða var vissi engin. Mér finnst það stundum ansi fyndið hvað við getum verið óttalega bissí eitthvað, samt erum við alltaf að tala um mikilvægi þess að geta nú slappað af og ekki vera að stressa okkur endalaust á öllu mögulegu. En við fyrsta tækifæri erum við roknar út um hvippinn og hvappinn, til Reykjavíkur, til útlanda, í sumarbústað o.s. frv.

Svo allir fái nú örugglega að fylgjast með Flórída-undirbúningnum þá endurskoðaði ég algjörlega leit mína að gistingu eftir að hafa heyrt frá Kötu í Minnesóta að gott væri að leigja sér hús og vera bara á bíl. Hætti sem sagt algjörlega við hótelin og hef fundið helling af flottum húsum sem kosta mun minna en hótel hefði gert. Takk fyrir það Kata mín!

Það eina sem ég hef áhyggjur af núna í tengslum við ferðina eru kettirnir, Birta og Máni. Þau eru svo selskapssjúk að ég óttast að þeim muni leiðast alveg óskaplega á meðan við erum í burtu. Verð að reyna að semja við bestu nágranna í heimi, vini okkar þau Sunnu og Kidda, um að koma reglulega með börnin sín til að leika við kettina.....

Engin ummæli: