þriðjudagur, 18. janúar 2005

Blogg-leti

hin ógurlegasta herjar nú á mig á meðan bóndinn bloggar sem aldrei fyrr.

Mamma og Ásgrímur voru hjá okkur um helgina en fóru nú í morgun. Ég ók þeim á Umferðarmiðstöðina kl. 9 en rútan fór kl. 9.30. Þau vildu vera viss um að ná rútunni.... Fyrir þá sem þekkja ekki til, þá tekur í mesta lagi 5 mín. að keyra þangað frá okkur - en allur er varinn góður! Annars sáum við ekki mikið til þeirra, þau fóru í ótal heimsóknir og svo náðu þau einni samkomu í Hvítasunnukirkjunni.

Við höfum ákveðið að taka okkur smá vetrarfrí fjölskyldan og skreppa þangað sem sólin skín meira en hér. Þetta hittir akkúrat á Verkefnaviku í skólanum hjá mér - en það er kennslulaus vika. Að vísu verður að taka strákana úr skólanum í 7 kennsludaga en maður er orðinn svo óprúttinn eitthvað eftir verkfallið... og þeir hafa lofað öllu fögru varðandi það að vinna upp það sem tapast. Og stóra barnið (21 árs) hún Hrefna ætlar meira að segja að koma með okkur þannig að þetta verður sannkallað fjölskyldufrí. Það verður gaman að sjá hvernig þessi kokteill hristist saman, orðið langt síðan við höfum öll farið saman í frí :-)

Engin ummæli: