Annars er ég búin að krækja mér í einhverja leiðinda pesti með tilheyrandi hálsbólgu, höfuðverk og slappleika. Ég sem hélt að ég væri orðin ónæm fyrir svona pestum eftir að ég fór að fara alltaf í kalda sturtu eftir sundið... Dugar greinilega ekki alveg til. En brandarinn er sá að á morgun átti ég tíma hjá sjúkraþjálfaranum - og þurfti að hringja í dag og afpanta hann (þetta fer að verða "never ending story"). Sjúkraþjálfarinn sem er líka búinn að vera veikur sagði að þetta væri þrálát pesti og ég skyldi fara vel með mig. Ég er búin að redda mér fríi úr vinnunni á morgun og ætla að reyna að hvíla mig bara sem mest. Mér hefur að minnsta kosti ekki versnað í dag, það hlýtur að vera góðs viti.
miðvikudagur, 25. febrúar 2009
Var að horfa á Grease með Ísaki
Hann tók leiklist sem einn valáfanga í skólanum og þau eiga að leika Grease á árshátíðinni. Hann rámaði eitthvað í að hafa séð Grease videospólu niðri í sjónvarpsherbergi og viti menn, þar var myndin. Ég ætlaði nú ekkert að horfa á hana með honum en settist í smá stund og stóð svo ekkert upp aftur fyrr en myndin var búin. Vissulega barn síns tíma en lögin standa svo sem fyrir sínu. Ótrúlega fyndið að horfa á göngulagið hjá töffurunum. Ólafur Ragnar í nætur- og dagvaktinni hefur áreiðanlega sótt í sömu smiðju þegar hann "þróaði" sitt göngulag. En já, maður fór nokkrum sinnum á Grease hérna í den. Og átti háskólabol sem á stóð "Rydell highschool" + svartan stuttermabol. Þetta þótti nú aldeilis flott :)
Annars er ég búin að krækja mér í einhverja leiðinda pesti með tilheyrandi hálsbólgu, höfuðverk og slappleika. Ég sem hélt að ég væri orðin ónæm fyrir svona pestum eftir að ég fór að fara alltaf í kalda sturtu eftir sundið... Dugar greinilega ekki alveg til. En brandarinn er sá að á morgun átti ég tíma hjá sjúkraþjálfaranum - og þurfti að hringja í dag og afpanta hann (þetta fer að verða "never ending story"). Sjúkraþjálfarinn sem er líka búinn að vera veikur sagði að þetta væri þrálát pesti og ég skyldi fara vel með mig. Ég er búin að redda mér fríi úr vinnunni á morgun og ætla að reyna að hvíla mig bara sem mest. Mér hefur að minnsta kosti ekki versnað í dag, það hlýtur að vera góðs viti.
Annars er ég búin að krækja mér í einhverja leiðinda pesti með tilheyrandi hálsbólgu, höfuðverk og slappleika. Ég sem hélt að ég væri orðin ónæm fyrir svona pestum eftir að ég fór að fara alltaf í kalda sturtu eftir sundið... Dugar greinilega ekki alveg til. En brandarinn er sá að á morgun átti ég tíma hjá sjúkraþjálfaranum - og þurfti að hringja í dag og afpanta hann (þetta fer að verða "never ending story"). Sjúkraþjálfarinn sem er líka búinn að vera veikur sagði að þetta væri þrálát pesti og ég skyldi fara vel með mig. Ég er búin að redda mér fríi úr vinnunni á morgun og ætla að reyna að hvíla mig bara sem mest. Mér hefur að minnsta kosti ekki versnað í dag, það hlýtur að vera góðs viti.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli