þriðjudagur, 3. febrúar 2009

Fjallasýn


Fjallasýn, originally uploaded by Guðný Pálína.

Veðrið hefur verið með afbrigðum fallegt þessa síðustu daga, blár himinn og hvítur snjór og loksins er farið að birta eitthvað að ráði aftur eftir mesta skammdegismyrkrið. Reyndar hefur verið ansi kalt úti og jafnvel inni... Það eru ennþá vandamál með hitann í nýbyggingunni á Glerártorgi. Í morgun var t.d. bara 16 stiga hiti í búðinni þegar ég kom í vinnuna kl. 10. Ég vissi reyndar að það yrði kalt (úti var 12 stiga frost) og var vel undirbúin, í síðum ullar-gammósíum og í peysu sem er að hluta til úr ull. Loks var ég með ullarsjal og var þá bara í nokkuð góðum málum. Slapp alveg við að verða ískalt inn að beini eins og mér verður stundum. Hins vegar er svo agalega rólegt í vinnunni þessa dagana að tíminn er nú frekar lengi að líða. En þá hef ég nú alltaf bókhaldsmöppurnar að dúlla mér með...

Engin ummæli: