Ég hef verið svo þreytt undanfarið og er að gera tilraun til að safna kröftum. Þannig að í dag fékk ég Önnu til að vinna fyrir mig og tók mér bara alveg frí. Nú er ég hins vegar farin að efast um að það hafi verið rétt ákvörðun því ég er bara ennþá þreyttari. Dagurinn byrjaði raunar ágætlega, ég fór í sund, borðaði morgunmat og svoleiðis. Um hálfellefuleytið var ég hins vegar orðin úrvinda af þreytu og hafði þó ekki gert neitt nema ganga frá í eldhúsinu. Ég var búin að mæla mér mót við vinkonu á kaffihúsi í hádeginu og þar sátum við og spjölluðum í tæpa tvo tíma. Svo þurfti ég aðeins að útrétta en dreif mig svo heim og uppí sófa. Þar steinsofnaði ég og svaf í klukkutíma. Og hef verið eins og drusla síðan ég vaknaði. Alveg furðulegt hvað er hægt að vera þreyttur af engu!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli