mánudagur, 16. febrúar 2009
Fataviðgerðir voru á verkefnalista kvöldsins
En það er á mörkunum að ég nenni að setjast niður með nál og tvinna í hönd. Nenni reyndar engu en það er nú önnur saga. Svo er auðvitað ýmislegt sem flækir þessi viðgerðarmál. Til dæmis ætlaði ég að gera við svarta peysu - en - vandamálið er að mér er kalt. Og þegar mér er kalt hérna heima fer ég í það sem Valur kallar þjóðbúninginn, hnausþykka gamla flíspeysu. Nema hvað, þar sem mér er oft kalt nota ég þessa flíspeysu ansi mikið hér heima við og .... afleiðingin er sú að hún er öll útötuð í kattarhárum. Það er alveg sama hvað ég reyni að rúlla hana, ég er varla búinn að rífa utan af límrúllunni þegar peysan er aftur komin með loðfeld. Og þar sem kattarhár og svört peysa eru ekki sérlega góður kokteill þá er spurning hvort ég verð ekki bara að bíða með viðgerðirnar. Ekki nenni ég að fara úr flíspeysunni...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli