föstudagur, 13. febrúar 2009

Einhvern veginn finnst mér ekki alveg við hæfi...

að blogga svona um miðja nótt. En hvað annað á maður (kona) að gera sem ekki getur sofið og vill ekki trufla makann með því að kveikja ljós í svefnherberginu og fara að lesa? Hins vegar er smá vandamál, ég hef svo sem ekkert gáfulegt að segja. Ég gæti reyndar kvartað yfir maganum á mér sem er búinn að vera með vesen frá því í gærmorgun. Einhver athyglissýki í gangi þar, sem endaði með því að ég ældi kvöldmatnum í klósettið núna áðan, eftir að hafa verið andvaka með magapínu frá því um miðnættið. Nú er bara að sjá hvort sú losun dugar til. Já, þetta er nú aldeilis spennandi blogg! Ætli sé ekki best að drattast í þriðja sinn í rúmið þessa nóttina og reyna að sofna. En bara til að dreifa athyglinni frá þessum afar óspennandi pistli kemur hérna ein mynd. Reyndar mynd sem Valur tók og ég tek mér það bessaleyfi að birta hana hér. En eins og sjá má er þetta sólblóm á akri sem var rétt hjá sundlauginni okkar í Toscana. Það veitir ekkert af að fá smá gult og grænt eftir allar bláu og hvítu myndirnar undanfarið ;-)

Engin ummæli: