Annars var ég á leið í sund áðan (á jeppanum, þar af leiðandi þessar stefnuljósahugleiðingar) en þegar þangað kom voru bara tveir bílar á bílastæðinu. Nokkuð sem mér fannst ekki lofa góðu. Sá ég svo konu koma gangandi í átt til mín og dokaði við til að tala við hana. Þetta var þá systir gamallar vinkonu minnar og hún tjáði mér að nýjar reglur um opnunartíma væru á hurðinni. Jamm, ég hélt að ég vissi það nú... hef bara horft á þennan miða í þónokkurn tíma núna - en greinilega án þess að fá með mér það sem máli skipti. Mér fannst nefnilega eins og verið væri að breyta kvöldopnuninni og spáði ekki mikið í það þar sem ég fer aldrei í sund á kvöldin. En sem sagt, hér koma smá upplýsingar af síðu Akureyrarstofu
"Opnunartími Sundlaugar Akureyrar: Virkir dagar frá kl. 6.45-21.00. Um helgar frá kl. 8.00-18.30. Frá 16. febrúar til 1. maí er opið frá kl. 10.00 um helgar."
Og þá vitið þið það!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli