miðvikudagur, 20. mars 2013

Velkomin aftur :-)


Svona var mér heilsað fallega í sundlauginni í morgun, þegar ég hafði mig loks í sund eftir þriggja mánaða letikast. Það er meira hvað vaninn er sterkur og þegar maður hættir að synda á morgnana þá býr maður til nýjar morgun-venjur og það er ótrúlega erfitt að koma sér af stað aftur í sundið. Vonandi er þetta byrjunin á betri sund-tíð, hehe ;-)

Ég synti nú samt bara 6 ferðir, svona til að drepa mig ekki alveg á þessu, en fjöldi ferðanna er náttúrulega aukaatriði í stóra samhenginu.

Fyrir utan sund í morgun er ég búin að vinna 4 tíma, leggja mig í tæpan klukkutíma, fara á pósthúsið, sitja á hárgreiðslustofu í 2 tíma, fara út að ganga, hita upp kvöldmat handa okkur Ísaki og fara á fund í ljósmyndaklúbbnum. Þetta er nokkuð ströng dagskrá, svona miðað við mig, og ég er pínu spennt að sjá hvernig formið verður á morgun.

Ég þarf samt eiginlega að halda haus fram á laugardag því þá er „hittingur“ á námskeiðinu í skapandi skrifum. Og það fer lunginn úr deginum í hann. Hlakka til og kvíði fyrir.


2 ummæli:

Anna Sæm sagði...

Ég mundi segja að þetta væri bara nokkuð ströng dagskrá yfirhöfuð!! Eigum við að reyna að heyrast um helgina? Verð í fríi alla páskana, jibbí....

Guðný Pálína sagði...

Já, stefnum að því að heyrast á sunnudaginn, líst vel á það :) Samgleðst þér með að vera í fríi um páskana :)