Annars var enn ein tannlæknaheimsóknin í morgun og vá hvað ég er að verða þreytt á þessu. Hann var að vinna í því að rótarfylla tönnina (3ja skipti sem verið er að vinna í þessari sömu tönn) og svo náði hann ekki að klára, þrátt fyrir að ég væri í heilan klukkutíma í stólnum. Ég er núna búin að læra að það er ekki gáfulegt fyrir mig að byrja frídaginn minn á því að fara til tannlæknis. Það tekur mig marga klukkutíma að jafna mig og dagurinn þar með nánast ónýtur. En já, svo lengi lærir sem lifir ...
Ég er að vinna á morgun og síðan er ég komin í fjögurra daga frí, svo fremi sem ekkert óvænt kemur uppá. Það er undarleg tilfinning því mér finnst að þá „ætti ég“ að fara á fullt og nota þennan frítíma í eitthvað skemmtilegt. En á sama tíma má ég jú helst ekki ofkeyra mig svo ég upplifi mig eiginlega svolítið í hálfgerðri klemmu með þetta allt saman.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli