þriðjudagur, 26. mars 2013

Páskagestir á leið norður



Andri og Freyja vinkona hans eru að koma norður og verða hjá okkur um páskana. Það verður gaman að fá þau í heimsókn. Við Valur erum bæði í fríi yfir sjálfa páskahelgina en það er ekki neitt sérstakt á áætlun hjá okkur. Enda fer það víst alfarið eftir ástandinu á frúnni hvað er hægt að gera. Hrefna og Egil fara til Tyrklands um páskana og það er spurning hvort maður verði ekki að vara þau sérstaklega við því að kaupa ekki eitthvað á götumarkaði sem gæti hugsanlega verið fornmunur, svo þau lendi ekki í sama veseninu og þetta blessað fólk þarna um daginn.

Annars er víst fátt í fréttum. Ég ók með Ísak um bæinn áðan og hann sótti um vinnu hér og þar. Það er alltaf þetta sama mál með að fá sumarvinnu og undanfarin ár hefur hann einungis fengið vinnu hluta úr sumri hjá Akureyrarbæ. Það er bara alls ekki nóg fyrir 18 ára gamlan strák, sem hangir þá alltof mikið í tölvu ef hann hefur ekki vinnu. Svo vonandi fær hann nú eitthvað að gera.

Hér er svo önnur mynd frá Svalbarðseyri. Eins og alltaf þegar ég hef ekki tekið myndir lengi þá finnst mér fáar myndir heppnast vel, en ég er þokkalega sátt við þessa. Ég var reyndar með svo skemmtilega linsu í láni hjá Val, 35 mm. linsu sem minnir á linsurnar á myndavélunum í „gamla daga“.

Engin ummæli: