föstudagur, 22. mars 2013

Svona lítur Ísak út ... fyrir þá sem sjá hann sjaldan


Hann þarf að fara að sækja um vinnu í sumar og er búinn að búa til ferilskrá (eða á a.m.k. að vera búinn að því) en mér fannst vanta nýja mynd af honum til að setja í ferilskrána. Hins vegar var drengurinn orðinn full lubbalegur fyrir smekk móðurinnar, svo ég hef verið að tuða í honum í þónokkurn tíma núna að fara í klippingu, þannig ég geti tekið mynd af honum nýklipptum. Það hafðist loks í dag og hér má sjá árangurinn. Þetta er nú bara svona „snapshot“ og hann kipraði augun fullmikið saman vegna þess hve bjart var úti, en ég er alveg þokkalega sátt við árangurinn. Að minnsta kosti er þetta nógu fín mynd til að fara í ferilskrána ;)

Annars er það helst títt að á morgun er loks aftur námskeiðsdagur í Hofi. Þá á að fjalla um sögurnar sem við skrifuðum síðan síðast. Úff, ég er ótrúlega kvíðin eitthvað fyrir þessu, eins fáránlegt og það er. Ef manni finnst svona óþægilegt að láta ræða lítið sögubrot í lokuðum hópi, hversu óþægilegt ætli sé þá að birta/gefa út heilt verk eftir sjálfan sig?

Nú þarf ég bara að lesa í gegnum verk hinna, til að vera með á nótunum á morgun og geta ef til vill lagt eitthvað til málanna. Ég er búin að lesa lauslega í gegnum flestar sögurnar en þarf að gera það betur.

Engin ummæli: