miðvikudagur, 4. mars 2009

Að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið...

er ekki alltaf auðvelt. Sannaðist það núna áðan þegar ég ætlaði að halda áfram að prjóna rauðu ullarsokkana mína sem hafa verið á prjónunum í ca eitt ár núna (held ég). Ég var búin með annan sokkinn og svo langt komin með hinn að ég átti bara eftir að taka úr fyrir tánum og loka. Nema hvað, þegar ég fór að bera sokkana saman og máta þá báða tók ég eftir því að annar var töluvert víðari en hinn. Taldi lykkjurnar og viti menn - á meðan sá fyrri var bara 32 lykkjur var hinn síðari 36 lykkjur. Ég áttaði mig á því að ég hafði farið eftir stærð fyrir 10-12 ára með fyrri sokkinn en dömustærð fyrir þann seinni... Þannig að það lykkjurnar fengu að fjúka ein eftir aðra þar til komið var að hælnum þar sem mistökin höfðu átt sér stað. Og svo byrjaði ég að uppá nýtt og er næstum komin að tánni aftur. Ætlaði ekki að sleppa prjónunum fyrr en sokkurinn væri búinn (til að draga úr líkunum á öðrum mistökum) en var orðin svo lúin í hor-höfðinu og augunum að ég held að ég sé hætt í bili.

Engin ummæli: