þriðjudagur, 10. mars 2009

Sending frá systur

Ég skil nú bara ekkert í þessu. Í gær fékk ég tilkynningu um að ég ætti sendingu á pósthúsinu en þar sem ég átti ekki von á neinu var ég ekkert að flýta mér að sækja hana. Ætlaði eiginlega að sleppa því í dag líka en af því ég átti leið í bæinn þá fór ég á póstinn í leiðinni. Sá þar að þetta var pakki frá Önnu systur í Noregi. Ekki átti ég nú von á neinni sendingu frá henni svo ég skildi ekki neitt í neinu. Og þó ég sé búin að opna pakkann þá skil ég eiginlega ekki ennþá neitt í neinu. Í pakkanum var nefnilega þessi stórglæsilega handprjónaða peysa og bók um bútasaum. Bókina skil ég því Anna er alltaf að þýða hannyrðabækur úr norsku - en þetta með peysuna er ég ekki alveg að fatta. Varla hefur hún systir mín verið að prjóna heila peysu á litlu systur sína? Og þó, það er eina skýringin, af hverju hefði hún annars átt að vera að senda mér hana. Púff, ég er bara alveg orðlaus og þarf greinilega að hringja í Önnu til að fá útskýringu. En... ég fer að verða of sein í vinnuna, á eftir að græja mig + var að hugsa um að ganga í góða veðrinu. Og svo er Anna örugglega ennþá í sinni vinnu þó það sé tímamismunur... þannig að ég mun víst ekki hringja alveg einn tveir og þrír. En vá ekkert smá flott peysa!

Engin ummæli: