sunnudagur, 15. mars 2009
Fór á skíði - á þrjóskunni...
Já ég var búin að fá svoleiðis uppí kok af veikindum og slappleika að ég ákvað að fara á á skíði þrátt fyrir að vera eins og drusla. Langaði að sleikja sólina og upplifa að ég væri á lífi til tilbreytingar. Þannig að við Valur drifum okkur uppeftir. Ég hef ekki farið á skíði frá því rétt fyrir páska í fyrra, þegar ég datt úr T-lyftunni og fékk hnykk á bakið, já og svo brjósklos skömmu síðar. Þannig að ég var nú hálf stressuð, bæði útaf bakinu og eins útaf fætinum sem er jú ennþá ekki kominn með allan kraft. En þetta gekk furðu vel þó ekki hafi nú skíðastíllinn verið til að hrópa húrra yfir. Eftir þrjár ferðir ákvað ég hins vegar að láta staðar numið því ég fann að ég var orðin ansi þreytt. Enda er ég búin að vera eins og skítur síðan... þurfti meira að segja að leggja mig inní rúm því ég var alveg búin á því. Er ekki alveg að meika tilhugsunina um 12 stráka í afmælið hans Ísaks kl. 18 en sem betur fer eru þetta orðnir það stórir strákar að þeir hlaupa ekki lengur öskrandi um húsið ;)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli