Annars er allt ósköp tíðindalítið. Maður verður svo andlaus af að hanga svona veikur heima og mér dettur fátt í hug til að tjá mig um hér á blogginu. Ég fékk reyndar þá flugu í höfuðið áðan að draga fram prjónana mína og þar sem ég er með tvö gömul verkefni í gangi þá ætti það að vera lauflétt verk, þ.e. að draga fram prjónadótið - spurning hvernig gengur að koma sér að verki...?
En þessa helgina er það sem sagt árshátíð, næstu helgi á Ísak 14 ára afmæli og þarnæstu helgi er það Stokkhólmur, svo það er nú eiginlega bara nóg að gera á næstunni og ekkert nema gott um það að segja.
Úff, þegar ég byrja að glápa á tövluskjáinn finn ég að verkirnir í augunum eru ekki alveg búnir að yfirgefa mig ennþá. Líklega einhver ennisholubólga að stríða mér. Þannig að ég er bara hætt þessu, over and out.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli