sunnudagur, 29. mars 2009

Sunnudagur


Taking pictures, originally uploaded by Guðný Pálína.

Og næg verkefni sem liggja fyrir í dag. Er bara ekki að nenna að byrja á neinu. Ætli ég fari ekki í sturtu fyrst. Það er alveg búið að klúðra sundinu fyrir mér á sunnudagsmorgnum því laugin opnar ekki fyrr en kl. 10 og þá er ég löngu vöknuð og nenni ekki að bíða svona lengi með að komast í sund. Þannig að ég fæ mér morgunmat og ætla svo kannski seinna í sundið en nenni því svo aldrei. Það er reyndar að koma aleg yndislegt veður núna, spurning hvort það helst. Ég ætti nú kannski að skella mér út í smá göngu áður en ég fer í sturtuna? Sólin er sem sagt að brjóstast í gegnum gráa skýjahulu sem legið hefur yfir bænum í morgun og lýsir núna upp snjóinn sem liggur yfir öllu. Fallegt! Já, alveg í tvær mínútur eða svo... greinilega smá barátta í gangi milli sólar og skýja. Þessa stundina eru það skýin sem hafa yfirhöndina.

Í gær fórum við Valur í smá ljósmyndaferð út á Hjalteyri. Það var reyndar alveg ógurlega kalt og puttarnir alveg að detta af mér á tímabili, en hressandi samt að vera úti. Og hér sést herra Valur niðursokkinn í viðfangsefnið.

Engin ummæli: