Synirnir verða einir í kotinu á meðan við spókum okkur í Sverige og verður forvitnilegt að sjá hvernig þeir pluma sig einir. Það er að segja, ég veit alveg að þeir geta séð um sig sjálfir, ég er bara ekki að sjá þá nenna að elda mat og þvíumlíkt. Mér finnst nú samt heldur gróft að þeir borði skyndibitafæði 4 daga í röð en það er erfitt að kontrollera það þegar maður er langt í burtu.
En það er ýmislegt smálegt sem þarf að gera áður en farið er í ferðalag og ég tók smá rispu í því í morgun. Fór t.d. og keypti kattamat og byrjaði aðeins að laga til í húsinu. Svo pakkaði ég líka ofan í tösku - hehe, í fyrsta skipti sem ég er svona tímanlega í því. Ástæðan var sú að við eigum bara tvær ferðatöskur, aðra pínulitla og hina meðalstóra og litla taskan er eiginlega of lítil fyrir eina manneskju. Til að leysa þessi töskuvandamál tók Valur megnið af mínum farangri með sér í dag. Þá þarf ég bara að kippa með mér ýmsu smálegu þegar ég kem.
Á morgun þarf ég svo að skila bókum á bókasafnið, lita einar buxur (ef ég nenni því), þvo þvott svo allt verði nú hreint þegar ég fer, prenta út farseðla, taka út pening og ... ég man ekki eftir fleiru. Jú og fara í vinnuna :-)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli