miðvikudagur, 22. ágúst 2007

Sit hér og færi bókhald

en það er nokkuð sem mér hefði aldrei dottið í hug að ég ætti eftir að sinna. Fannst bókhald ein af leiðinlegri námsgreinunum í háskólanum og þar fyrir utan þá var okkur bara kenndur ákveðinn grunnur og allt saman fært í höndunum, þannig að mér fannst ég eiginlega ekki kunna neitt að áfanganum loknum. En eitthvað hefur þó greinilega setið eftir og hluti vinnunni minni felst í að færa bókhaldið fyrir Potta og prik. Svona er þetta víst, engin veit sína ævina fyrr en öll er :-)

Handan götunnar hamast iðnaðarmenn við að reisa nýtt menningarhús okkar Akureyringa, með tilheyrand hávaða og látum. Hávaðinn er mismikill en ég tók eftir því áðan þegar allt hljóðnaði (þeir hafa farið í hádegismat) hvað hann er samt alltaf í bakgrunninum. Svolítið lýjandi stundum.

Annars er Hrefna að fljúga út til Danmerkur í dag og er smá taugatitringur í gangi vegna þess. Það er pínu erfitt að yfirgefa fjölskylduna og föðurlandið en það gengur nú örugglega fljótt yfir þegar hún er komin út og byrjuð í skólanum aftur.

Engin ummæli: