mánudagur, 27. ágúst 2007
Nokkuð skemmtilegt gerðist í vinnunni í dag
Inn í búðina kom útlent par og þegar ég spurði hvort ég gæti aðstoðað sögðust þau bara vera að skoða. Stuttu síðar rak maðurinn auga í mæliskeiðar frá Dalla Piazza og spurði hvernig þær væru að seljast. "Bara ágætlega" svaraði ég og þá sagðist hann hafa hannað þær. Ég var nú eiginlega alveg hissa en tókst svona í grófum dráttum að halda andlitinu. Við spjölluðum töluvert saman og þau skoðuðu allt í búðinni, tóku myndir af sumu (með mínu leyfi) og keyptu líka nokkrar vörur. Alveg á fullu í vinnunni þó í fríi væru. Hann á vöruhönnunarfyrirtæki í New York og er núna að hanna vörulínu fyrir kokka. Það var rosa gaman að spjalla við þau og smá krydd í tilveruna að fá að hitta "hönnuðinn bak við vöruna". Hann hrósaði líka búðinni og úrvalinu hjá okkur, sagði að þetta væru "high end" vörur, svo ekki spillti það nú fyrir :-)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli