Ég fór út að ganga í dag á meðan Valur var að elda matinn (ég er sem sagt alveg eins og kallarnir í gamla daga sem mættu bara á svæðið þegar maturinn var tilbúinn). Langaði að komast út í náttúruna og ákvað að ganga upp í Fálkafell. Fór ekki beinustu leið heldur vappaði á milli þúfna og tók myndir af ýmsu sem fyrir augu bar. Reyndar tókst mér að gleyma húfu og vettlingum heima en var svo heppin að hitta konu sem ég vann með í Heimahjúkrun fyrir tuttugu árum síðan og hún lánaði mér eyrnaband og bjargaði mér alveg. Það var nefnilega ansi napurt í norðanáttinni því hitinn var ekki nema 8 gráður. En sem sagt, þarna átti ég bara góða stund með sjálfri mér og myndavélinni (sem var nú að stríða mér, fæstar myndirnar voru í fókus, það sá ég þegar heim var komið).
Engin ummæli:
Skrifa ummæli