En hvernig sem úrslitin verða þá eru strákarnir þegar sigurvegarar í mínum huga því þeir unnu Völsung í gær (sem þeir höfðu áður tapað fyrir) og í dag kepptu þeir við Fylki (sem þeir töpuðu fyrir 1-5 á föstudaginn) og börðust eins og ljón allan tímann og voru ráðandi aðilinn í leiknum sem endaði með jafntefli. Það var mikil gleði ríkjandi á KA vellinum þegar ljóst var að strákarnir voru komnir í úrslit, kátir strákar og stoltir foreldrar sem samglöddust afkvæmunum. Þjálfararnir sjá nú fram á að þurfa að snoða sig - höfðu víst heitið því ef svona færi ;-)
En það er svo merkilegt með það að þegar við pöntuðum ferðina út héldum við að hún myndi ekki rekast á neitt nema skólann hjá Ísak en eins og staðan er núna þá missir Andri af æfingabúðum á Selfossi í handboltanum og Ísak missir hugsanlega af því að leika með liðinu sínu. Nú er bara að vona að æfingabúðunum verði frestað og fótboltaleikurinn verði snemma á laugardeginum (flugið til Barcelona fer kl. 16.40) ...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli