miðvikudagur, 7. febrúar 2007
Það var ekki að ástæðulausu
að ég var svona andlaus í gær og langaði mest upp í rúm (sem ég gerði reyndar ekki heldur fór að lesa nýlega bók eftir Paul Auster). Ég var undirlögð af verkjum í skrokknum þegar ég vaknaði í morgun og hugsaði með mér að ég væri verri en vanalega en dreif mig samt í sund. Kom heim og þar sem ég átti ekki að fara að vinna fyrr en eftir hádegi heimsótti ég gamla vinkonu mína í morgun. Fór svo í Bónus og var komin heim rúmlega eitt. Fann þá allt í einu að ég var alveg eins og drusla, máttlaus og aumingjaleg eitthvað. Áttaði mig þá loks á því að ég var komin með einhverja pest í mig. Gleypti eina ibufen og tók mig saman í andlitinu áður en ég dreif mig í vinnuna. Þar var Sunna og var líka orðin lasin. Ástand á eigendum Potta og prika... Kosturinn er sá að ég er ekki með hósta, ekki hálsbólgu, ekki hita. Bara rosalega slöpp og með heljarinnar beinverki. En þetta hlýtur að líða fljótt hjá úr því þetta er ekki "allur pakkinn".
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli