Valur er líka kvefaður en lét það ekki aftra sér frá því að skreppa á skíði meðan ég var í vinnunni.
Synirnir voru báðir að keppa í dag, Andri í handbolta og Ísak í fótbolta. Þar skiptust á skin og skúrir eins og gengur í íþróttunum.
Læknaneminn var á fartinni í Köben og keypti sér ýmislegt smálegt til heimilisins.
Kettirnir hafa hins vegar haldið sig mest megnis inni við í dag enda áframhaldandi frost úti.
Við hjónin ætluðum í leikhúsið í kvöld að sjá Svartan kött en afréðum að afpanta miðana og fara frekar þegar heilsan væri betri.
Held ég láti þessari lýsingu á högum okkar lokið í bili
Engin ummæli:
Skrifa ummæli