mánudagur, 26. febrúar 2007
Kemur allt með kalda vatninu
Smátt og smátt erum við að líkjast sjálfum okkur aftur. Valur fór í vinnu í morgun og ég fer að vinna klukkan tvö en við ákváðum að hafa Ísak heima í dag. Hann er reyndar orðinn svo hress að hann mun fara í skólann á morgun, ég vildi bara hafa vaðið fyrir neðan mig, hann er jú búinn að vera svo rosalega veikur. Það vantar nú ennþá mikið uppá að ég sé alveg laus við flensuna en í morgun var fyrsti dagurinn sem ég vaknaði og fannst ég bara nokkuð hress. Því miður verður ekki það sama sagt um Sunnu, meðeiganda minn í Pottum og prikum, sem nú er komin með flensuna og búin að liggja í rúminu síðan á föstudag. Já, þetta er nú meira stuðið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli