þriðjudagur, 6. febrúar 2007

Arg!

Kom heim úr vinnunni um fjögurleytið og hef eytt tímanum síðan í eftirfarandi athafnir:

1. Sitja við eldhúsborðið og lesa blöðin frá því í gær og í dag (tveir Moggar, tvö Fréttablöð og eitt Blaðið).
2. Sitja fyrir framan tölvuna og lesa blogg (of mörg til að telja þau upp hér).

Fögur fyrirheit um gönguferð í snjónum og frostinu (þó ekki nærri jafn kalt og hjá Kötu) urðu undan að láta. Í staðinn dúkkuðu upp hugsanir um rúmið mitt og koddann - en ég hef ekki látið undan þeirri freistingu ennþá. Varð sem sagt frekar syfjuð af þessu hreyfingarleysi.

Framundan er að sækja Ísak á fótboltaæfingu, sækja pítsu, og tja.... setja í eina þvottavél eða svo, kannski horfa á unglingaþáttinn Veronicu Mars og fara snemma að sofa. Ætlaði líka snemma að sofa í gær en fór í pappírsvinnu í staðinn og er þess vegna þreytt í dag. Hef reyndar fengið skammmtinn minn af pappírsvinnu undanfarið því við Sunna vorum að færa bókhaldið fyrir nóv. og des. til að geta skilað af okkur virðisaukaskattsuppgjöri á réttum tíma. Bókhaldsvinna hefur aldrei verið í neinu uppáhaldi hjá mér og uppsafnaðaður tveggja mánaða skammtur varð til þess að við höfum nú sett okkur það markmið að færa það jafnóðum... hlakka til að sjá það!

Engin ummæli: