sunnudagur, 25. febrúar 2007

Sá gleðilegi atburður

gerðist áðan að Ísak var orðinn nógu hress til að fara og heimsækja Jón Stefán og Patrek, vini sína sem búa hér í götunni. Í dag er slétt vika síðan hann kom veikur heim frá Hrafnagili. Valur fór aðeins út í gær en ég hef ekki farið neitt út ennþá. Er alveg ótrúlega slöpp og með ýmis "skrýtin" sjúkdómseinkenni (í viðbót við öll þessi venjulegu s.s. hor í nefi, hósta og höfuðverk). Í allan gærdag var ég t.d. alveg að drepast úr verkjum í augunum og gríðarlegur fótapirringur hefur einnig ætlað að gera út af við mig, sérstaklega á nóttunni. Ég ætlaði að vera voða sniðug í gærkvöldi og tók verkjatöflu með góðum fyrirvara áður en ég fór í háttinn. Náði þá að sofna en vaknaði um þrjúleytið alveg frá í fótunum. Reyndi að þreyja þorrann en gafst upp klukkan fjögur og tók aðra verkjatöflu. Sofnaði eins og steinn og svaf til hálf tólf. Það fannst mér ansi gott því ég svaf megnið af gærdeginum líka. Já, þessar víruspestar eru ekkert lamb að leika sér að!

Engin ummæli: