Ef mig misminnir ekki þá er þetta lína úr Gleðibankanum (sem einu sinni keppti í söngvakeppni evrópsku sjónvarpsstöðvanna). Ætli yrði ekki frekar talað um tölvuöld í dag? Alla vega, tilefni þess að mér datt þessi laglína í hug er 17. ára afmæli Andra. Mér finnst svo ógurlega stutt síðan hann fæddist og svo er hann að fá bílpróf á næstunni. Já, það er víst um að gera að njóta þessara blessaðra barna meðan þau eru hérna hjá okkur því allt í einu, eins og hendi sé veifað, eru þau orðin fullorðin. En það sem ég vildi sagt hafa:
Innilega til hamingju með afmælið Andri minn :-)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli