mánudagur, 1. janúar 2007

Og hann er enn í eldhúsinu...

Jæja, að vísu ekki búinn að vera þar stanslaust síðan í gær en kominn að eldavélinni enn á ný. Nú er það mexíkóskur kjúklingaréttur (tortillur) og meðlætið er indverskur réttur sem ég man ekki hvað heitir en inniheldur hýðishrísgjrón, ferskan ananas, kasjúhnetur og rúsínur. Það verður örugglega svolítið speisað að borða þetta saman :-) Við áttum hið notalegasta gamlárskvöld, maturinn heppnaðist með afbriðgðum vel og svo spiluðum við krossorðaspilið á eftir. Ísak vann þar yfirburðasigur á okkur hinum. Að spilinu loknu borðuðum við eftirréttinn en svo bjó ég til einn "kúk" og færði Sunnu og Kidda en þangað fórum við til að horfa á skaupið, skjóta upp rakettum og fá kaffi í góðum félagsskap. Valur var svo á vakt í dag og þurfti að gera aðgerð eftir hádegið en ég var nú mest megnis í leti í dag, þvoði reyndar þónokkrar vélar af þvotti... svo ekki var ég alveg iðjulaus. Svo gengum við Valur lítinn hring til að fá okkur smá súrefni og sem betur fer búið að snjóa aðeins þannig að jörðin er orðin hvít aftur. En nú er kallað að maturinn sé til svo það er best að láta ekki bíða eftir sér ;-)

Engin ummæli: