ásamt manni og yngri syni. Er það nú eitthvað afrek kynni einhver að spyrja, og já, þegar ég á í hlut er það afrek. Kann ekkert sérlega vel á skíði en stend nú í lappirnar niður brekkuna og hvort það er sökum vankunnáttu eða bara einhvers (skíða)minnimáttarkomplex, þá fæ ég alltaf nett kvíðakast þegar til stendur að fara á skíði. Áður en lengra er haldið ber að taka fram að enginn þvingar mig á skíði, ég fer af fúsum og frjálsum vilja og finnst meira að segja nokkuð gaman. Ef færið er gott, brekkan vel troðin, skyggnið gott, sól úti, og mátulega margir í brekkunni (svo ég þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að einhver komi og keyri mig niður - nú eða þá að ég keyri einhvern niður), þá finnst mér meira að segja mjög skemmtilegt að vera í fjallinu. Dagurinn í dag uppfyllti öll skilyrðin nema tvö, það var snjóblinda og sólarlaust.
Svo var bara hasar og læti um það leyti sem við vorum að fara heim, fyrst kom löggubíll með sírenur og skömmu síðar sjúkrabíll. Við giskuðum á að kannski hefði einhver fengið aðsvif á gönguskíðum því bílarnir brunuðu í áttina að gönguskíðasvæðinu. En þegar við vorum á leiðinni í bæinn mættum við hverjum björgunarsveitarbílnum á fætur öðrum og tveimur hjálparsveitarsnjósleðum og áttuðum okkur á því að eitthvað umfangsmeira hefði átt sér stað. Ísak stakk upp á snjóflóði því við höfðum séð skilti sem varaði við snjóflóðahættu á ákveðnu svæði. Og eins og allir sem fylgjast með fréttum hafa séð, þá var þetta snjóflóð og maður á snjósleða lenti í því, þannig að Ísak hafði því miður rétt fyrir sér í þetta skiptið.
Svo var bara hasar og læti um það leyti sem við vorum að fara heim, fyrst kom löggubíll með sírenur og skömmu síðar sjúkrabíll. Við giskuðum á að kannski hefði einhver fengið aðsvif á gönguskíðum því bílarnir brunuðu í áttina að gönguskíðasvæðinu. En þegar við vorum á leiðinni í bæinn mættum við hverjum björgunarsveitarbílnum á fætur öðrum og tveimur hjálparsveitarsnjósleðum og áttuðum okkur á því að eitthvað umfangsmeira hefði átt sér stað. Ísak stakk upp á snjóflóði því við höfðum séð skilti sem varaði við snjóflóðahættu á ákveðnu svæði. Og eins og allir sem fylgjast með fréttum hafa séð, þá var þetta snjóflóð og maður á snjósleða lenti í því, þannig að Ísak hafði því miður rétt fyrir sér í þetta skiptið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli