Ísak er líka í prófum þessa viku svo það eru bara allir krakkarnir að lesa undir próf þessa dagana. Get ekki lýst því hvað ég er fegin að vera hvorki að fara í próf - né fara yfir próf - ég veit eiginlega ekki hvort er verra en ég er alla vega laus við hvort tveggja :-)
miðvikudagur, 10. janúar 2007
Oft er talað um hinn langa arm laganna...
en í morgun átti það ágætlega við að tala um hinn langa arm Guðnýjar. Ég skildi ekkert í því að dóttirin var ekki komin í netsamband og klukkan orðin ellefu að dönskum tíma - þannig að ég sendi henni SMS til að tékka á því hvort hún væri ekki örugglega vöknuð og byrjuð að lesa fyrir próf. Það kom upp úr kafinu að hún lá enn í rúminu en dreif sig á fætur þegar hún fékk skilaboðin. Áður hafði ég farið inn í svefnherbergi sonarins og spurt hvenær hann hefði hugsað sér að vakna, enda prófalestur hjá honum líka. Til að kóróna þetta þá sendi ég vinkonu minni SMS og spurði hvort hún væri vöknuð... Hún var að vísu ekki á leiðinni í próf en mig langaði að fá hana með mér út í Kjarnaskóg að ganga. Þegar ég sendi skilaboðin lá hún enn í rúminu en hentist á fætur og við fórum út að ganga. Það var ekkert smá hressandi enda veðrið með besta móti, fjögurra stiga frost og logn.
Ísak er líka í prófum þessa viku svo það eru bara allir krakkarnir að lesa undir próf þessa dagana. Get ekki lýst því hvað ég er fegin að vera hvorki að fara í próf - né fara yfir próf - ég veit eiginlega ekki hvort er verra en ég er alla vega laus við hvort tveggja :-)
Ísak er líka í prófum þessa viku svo það eru bara allir krakkarnir að lesa undir próf þessa dagana. Get ekki lýst því hvað ég er fegin að vera hvorki að fara í próf - né fara yfir próf - ég veit eiginlega ekki hvort er verra en ég er alla vega laus við hvort tveggja :-)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli