laugardagur, 6. janúar 2007

Var í miðju kafi

að tala við Hrefnu á Skype þegar forritið slökkti skyndilega á sér. Þegar ég var búin að starta því uppá nýtt var dóttirin ekki online lengur. Nú er bara spurningin hvort hún hefur ekki nennt að tala vð mig lengur - sem ég trúi náttúrulega ekki - eða hvort nettengingin hjá henni er með einhverja stæla, sem er auðvitað mun líklegri skýring ;-) En á meðan ég bíð eftir því að sjá hvort hún birtist aftur á skjánum er alveg gráupplagt að blogga. Þó ég hefði gott af því að horfa á eitthvað annað en skjáinn, hef fátt annað gert í dag en að stara á tölvuskjá, bók eða blöð. Var í vinnunni frá 11-15 og það var afar lítið að gera við afgreiðslu svo ég hélt áfram vörutalningunni sem nú er nánast lokið. Þegar ég kom heim las ég Moggann, Blaðið og eitt Hallo tímarit (las Fréttablaðið í morgun) og ætlaði svo rétt aðeins að kíkja í bók eftir Arnald Indriðason sem ég átti alltaf eftir að lesa en tók á bókasafninu í gær. Mér tókst kannski að blekkja sjálfa mig í smá stund en sannleikurinn er sá að ef ég byrja á bók þá á ég erfitt með að láta hana frá mér fyrr en ég er búin með hana. Þannig að fyrir kvöldmat las ég ca. tvo þriðju og kláraði bókina eftir kvöldmat. Í gær las ég nýjustu bókina eftir Stellu Blómquist og hafði gaman af. Það er bara einn galli við allan þennan lestur og hann er sá að ég með minn stífa og stirða skrokk má varla við þessu, fæ verki hér og þar og alls staðar. Sem er ástæðan fyrir því að ég ætla að hætta að blogga og fara að gera eitthvað annað álíka gagnslaust... bara spurning hvað það á að vera?

Engin ummæli: