eitthvað að fást við mat... á meðan sit ég bara á mínum rassi og geri nánast ekki neitt af viti. Á ennþá eftir að hengja upp úr einni þvottavél, leggja á borð, laga aðeins til í stofunni, klæða mig í sparifötin og snyrta. Hef verið ótrúlega löt og drusluleg í dag og dauðfegin að hafa verið úthýst úr eldhúsinu fyrir löngu síðan. Ef ég hefði átt að elda matinn í kvöld hefði heimilisfólk sjálfsagt ekki átt von á lambafillé með bordelaise sósu í aðalrétt og heimatilbúnum ís með súkkulaðisósu í eftirrétt. En sem betur fer bregst bóndinn ekki frekar en fyrri daginn, hann stendur sína plikt og það með sóma. Þannig að nú er best að taka sig saman í andlitinu og fara að sinna sínum eigin verkum s.s. að klára eitthvað af því sem upp var talið hér að framan.
Að lokum langar mig að óska fjölskyldu, vinum og bloggvinum gleðilegs nýs árs og megi árið 2007 færa ykkur farsæld og gleði.
Að lokum langar mig að óska fjölskyldu, vinum og bloggvinum gleðilegs nýs árs og megi árið 2007 færa ykkur farsæld og gleði.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli