laugardagur, 13. janúar 2007

Það er eiginlega svolítið fyndið

þetta blessað blogg. Það er að segja, mér finnst gaman að blogga þegar ég er í stuði en svo er ég bara stundum ekki í neinu stuði en finnst samt eins og ég þurfi að blogga. Að ég beri þá ábyrgð gagnvart lesendum síðunnar að uppfæra hana reglulega svo þeir fari ekki erindisleysu inn á hana. Núna í dag er ég t.d. ekki í neinu stuði, var andvaka langt fram eftir nóttu og er þreytt eftir því, en finnst samt að ég bara verði að koma einhverju "á blað" því ég hef ekki bloggað siðan á miðvikudaginn. Samt veit ég auðvitað að ég ræð þessu sjálf, að enginn þvingar mig til að blogga, og að pistlarnir verða örugglega skemmtilegri þegar þeir eru uppsprottnir af tjáningarþörf en ekki ímyndaðri skyldurækni.

Hvað um það, eiginlega hafði ég ætlað mér að kíkja á útsölur í dag, í fatabúðir nánar tiltekið, en er ekki alveg upplögð í svoleiðis hremmingar. Gæti farið á bókasafnið, sest niður og lesið nýjustu glanstímaritin.... Gæti tekið niður rauðu jólagardínurnar sem hanga ennþá uppi... Gæti einfaldlega lagt mig... Gæti reynt að ákveða hvað á að vera í matinn í kvöld, húsbóndinn skrapp nefnilega í bæjarferð til höfuðstaðarins og kemur ekki aftur fyrr en um kvöldmatarleytið þannig að það dæmist eiginlega á mig að sjá um matinn... Dettur ekkert fleira í hug, frú andlaus "has left the building".

Engin ummæli: