í sennilega fjórða skiptið á stuttum tíma. Sofnaði reyndar uppúr ellefu en vaknaði rétt fyrir miðnættið við það að eldri sonurinn var að æla (vona hans vegna að hann sé ekki kominn með einhverja magapesti) og gat bara ómögulega sofnað aftur. Ekki eru það áhyggjurnar sem eru að sliga mig heldur er ég bara eitthvað svo upptjúnnuð þegar ég ætla að fara að sofa á kvöldin. Hugurinn á fljúgandi ferð og engin leið að slappa af. Þyrfti að læra innhverfa íhugun eða eitthvað álíka til að geta tamið hugann. Man reyndar þegar ég skrifa þetta að ég á einhvers staðar geisladisk með rigningarhljóði sem er rosalega róandi að hlusta á en veit ekki hvar ferðageislaspilarinn er. En eftir að hafa bylt mér í klukkutíma ákvað ég að fara á fætur í smá stund og endaði í tölvunni... hvar annars staðar...
Annars voru Gunna og Matti, foreldrar Vals hérna hjá okkur frá föstudegi og þar til í dag. Það var afskaplega gaman að fá þau í heimsókn en tilefnið var áttræðisafmæli Gunnu, sem hún hafði ekki orku í að halda uppá og stakk því af norður í land. Svo kemur Hrefna frá Köben á morgun og það verður nú aldeilis gaman að sjá hana aftur :-)
Jæja, kannski ég reyni að leggjast aftur, það er ekkert grín að vera svona andvaka, maður verður svo agalega úldinn daginn eftir.
Annars voru Gunna og Matti, foreldrar Vals hérna hjá okkur frá föstudegi og þar til í dag. Það var afskaplega gaman að fá þau í heimsókn en tilefnið var áttræðisafmæli Gunnu, sem hún hafði ekki orku í að halda uppá og stakk því af norður í land. Svo kemur Hrefna frá Köben á morgun og það verður nú aldeilis gaman að sjá hana aftur :-)
Jæja, kannski ég reyni að leggjast aftur, það er ekkert grín að vera svona andvaka, maður verður svo agalega úldinn daginn eftir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli