fimmtudagur, 28. desember 2006

Smásál

Ég var að átta mig á því hvað ég er mikil smásál - í dag að minnsta kosti, vonandi ekki alla daga. Vorkenni sjálfri mér fyrir að vera illt í bakinu með bilað hné þegar það eru svo margir sem hafa það miklu verra. Sá til dæmis að Gurrí vísaði á bloggsíðu ungrar konu sem var valin Íslendingur ársins af tímaritinu Ísafold. Þessi kona er þrítug og þriggja barna einstæð móðir, er veik af krabbameini og er þar að auki búin að missa bæði móður sína og systur úr arfgengum sjúkdómi. Ég tek hér með mitt fyrra kvörtunarblogg til baka og ætla í í staðinn að gleðjast yfir öllu því góða sem lífið hefur uppá að bjóða.

Engin ummæli: