að vera að monta mig af því hérna um daginn að vera byrjuð svo snemma á jólaverkunum. Keypti jú jólafötin á Ísak og tvær jólagjafir og síðan ekki söguna meir. Setti reyndar upp jólagardínur í eldhúsið núna í kvöld en er ekki byrjuð að baka neinar smákökur og það þykir sonunum báðum hin mesta hneisa. Að auki finnst þeim yngri við vera alveg sérlega léleg í að skreyta húsið að utan, sem og garðinn. Einhvern tímann var hann líka búinn að biðja um að fyrir þessi jól yrði bakað piparkökuhús - og ég sagði svona hálfpartinn já við þeirri ósk. Hm, hvað er aftur langt til jóla??? Okkur Sunnu vantar nauðsynlega einverja góða konu til að vinna með okkur í búðinni núna í desember og svo til afleysinga en það gerist lítið í þeim málum hjá okkur. Óttast að við verðum að standa vaktina sjálfar og þá geta það nú orðið langir dagar. Annars kom umfjöllun um Potta og prik í Akureyrarblaðinu sem fylgdi Mogganum í dag og við vorum ánægðar með það. Við meira að segja litum alveg ágætlega út á myndinni sem birtist með greininni, myndin hefði þess vegna mátt vera stærri... ekki á hverjum degi sem maður myndast vel ;-)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli