laugardagur, 2. desember 2006

Nú er öldin önnur...

Andri fór á árshátíð MA í gærkvöldi. Hann skutlaði sér í jakkafötin, blés á sér hárið og var tilbúinn, en stelpurnar þurftu að fara í förðun, greiðslu og galakjóla... eða svona næstum því. Ég var í kvennaklúbb í gær og þar var dóttirin á bænum að fara á árshátíðina, alveg stórglæsileg, og þá fórum við mömmurnar að rifja upp hvernig þetta var þegar við vorum í MA. Það var engin förðun, engin greiðsla og kjólarnir voru kapítuli út af fyrir sig. Einhverjir prjóna- eða flauelskjólar, alveg hrikalega ömmulegir eitthvað. Ég var nú reyndar í buxum og peysu á minni einu árshátið í þessum skóla en man vel eftir panikk ástandinu þegar ég fór í bæinn og  var að leita að einhverju til að vera í.

Annars:
- gerðum við laufabrauð í dag ásamt Sunnu, Kidda og þeirra + okkar börnum
- sat tafla föst í hálsinum á mér í morgun í nærri þrjú korter - og það var ekki gott
- er ég með bólu á tungunni - og það er ekki heldur gott
- er ég að skána í hnénu
- settum við upp jólaljós í stofunni í dag
- komst ég ekki í sund í morgun út af þessu háls-veseni
- er ég alveg að sofna og klukkan er bara 22.43 á laugardagskvöldi
- eru tengdó að koma í heimsókn um næstu helgi
- þurfum við að standa skil á virðisaukaskattinum eftir þrjá daga og ég hef ekki komið nálægt bókhaldi síðan ég lærði það fyrir sex? árum síðan
- er ætlunin að setja upp jólagardínur í eldhúsinu á morgun
- ætti ég kannski að gera jólakrans til að hafa við útidyrnar
- hef ég ekkert meira að segja

Engin ummæli: