fimmtudagur, 28. desember 2006

Eins og farlama gamalmenni

Eitt tekur við af öðru, ég var loks að skána í hnénu (hætt að vera bólgin, bara með verki þegar ég fer út að ganga) þegar ég fékk hnykk á mjöðmina/mjóbakið þegar ég var að stíga út úr bíl í gær og hökti um í dag eins og... ja mig skortir eiginlega orð til að lýsa því. Það sem ég skil ekki alveg er hvernig kona á besta aldri sem syndir daglega getur verið svona mikill aumingi. En það þýðir víst ekki að velta sér upp úr því, ég hef fengið í bakið áður og það lagast, þarf bara að vera þolinmóð enn og aftur... var ég nokkuð búin að segja áður að þolinmæði er ekki mín sterkasta hlið?

Engin ummæli: