í dag eitthvað. Þreytan fer í taugarnar á mér og allt áreiti sömuleiðis. Vildi að það væri kominn háttatími svo ég gæti verið löglega afsökuð og farið að sofa. Eiginlega svolítið fyndið að hugsa um það að ef ég byggi ein þá væri ég sjálfsagt ekkert að tvínóna við það, gæti bara háttað mig upp í rúm án þess að nokkrum fyndist það athugavert. En kann einhvern veginn ekki við það þegar allir aðrir fjölskyldumeðlimir eru í fullu fjöri. Andri að laga til í herberginu sínu, Ísak úti og Valur að drekka kaffi í eldhúsinu með vini sínum. Ég aftur á móti nenni engu. Er að vísu með einhvern krimma í láni á bókasafninu sem væri líklega alveg tilvalinn aflestrar á svona kvöldi. Orka ekki einu sinni tilhugsunina um að prjóna. Já, það er annað hvort að detta niður dauð fyrir framan imbann eða skrönglast inn í stofu og kíkja í bók!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli