mánudagur, 27. nóvember 2006
Kosturinn við að vera með ketti
eða einn af kostunum alla vega, er sá að þá fagnar manni alltaf einhver þegar maður kemur heim. Ja, það er að segja ef þau eru vakandi... og oft rífa þau sig nú á lappir ef enginn hefur verið heima lengi. Þá eru þau svo agalega glöð að einhver skuli koma heim. Núna áðan kom ég heim að steindauðu húsi, þ.e. allt var slökkt og þegar ég kom inn og kallaði "halló" þá svaraði enginn. En viti menn, Birta og Máni komu hlaupandi og Máni sló nú ekki hendinni (loppunni) á móti smá klappi. Nú er bara spurningin hvar hitt heimilisfólkið er niðurkomið? Valur er reyndar á Sauðárkróki en um Andra og Ísak veit ég ekki. En ætli þeir skili sér ekki þegar hungrið sverfur að... :-)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli